Um mig

Bogi Þór Arason heiti ég og er náttúrulífsljósmyndari, bókari, þýðandi, blaðamaður og stoltur afi.


  • Er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði en bý núna í Mosfellsbæ.
  • Nam ensku, enskar og bandarískar bókmenntir við Háskóla Íslands og New York University.
  • Var blaðamaður á Morgunblaðinu í 32 ár.
  • Er kvæntur Hönnu Guðjónsdóttur, á tvær dætur, Magdalenu og Ástrúnu Önnu, og dótturson sem heitir Benjamín Leó og hefur mikinn áhuga á risaeðlum, fuglum og myndavélum.
  • Hef stundað fuglaljósmyndun í nokkur ár. Hef meðal annars lært að nánast ótakmörkuð þolinmæði er nauðsynleg til að fanga augnablikið í lífi fuglanna því að þeir eru á meðal erfiðustu viðfangsefna ljósmyndara. Margir fuglanna eru mjög kvikir og aðrir bráðstyggir, dauðhræddir við menn. Enda hafa þeir lært að…
Þó að andi Kári kalt
og krýni landið fönnum
þér mun standa þúsundfalt
þyngri vandi af mönnum

-Kristján frá Djúpalæk

Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð

og þakkað guði augnabliksins náð

-Davíð Stefánsson (Kvæðið um fuglana)

Hanna litla og Bogi litli í Machu Picchu, fornri virkisborg Inka í Perú.